Ferill 894. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1558  —  894. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um spilakassa.


    Ráðuneytið leitaði eftir upplýsingum frá Íslandsspilum sf. (ÍSP) og Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) vegna fyrirspurnarinnar. Eru meðfylgjandi tölur byggðar á þeim upplýsingum.
     1.      Hverjar voru brúttótekjur Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ) af spilakössum árin 2020, 2021, 2022 og 2023, að frádregnum vinningum?

Brúttótekjur 2020 2021 2022 2023
ÍSP 683 millj. kr. 815 millj. kr. 979 millj. kr. 1.046 millj. kr.
HHÍ 1.348 millj. kr. 1.970 millj. kr. 2.730 millj. kr. 2.951 millj. kr.

     2.      Hver voru heildarrekstrargjöld hvors fyrirtækis hvert þessara ára, og hve stór hluti rekstrargjalda rann annars vegar til kaupa og hins vegar til leigu á spilakössum?

Heildarrekstrargjöld 2020 2021 2022 2023
ÍSP 422 millj. kr. 460 millj. kr. 490 millj. kr. 507 millj. kr.
HHÍ 816 millj. kr. 1.010 millj. kr. 1.267 millj. kr. 1.418 millj. kr.
Kaup á spilakössum utan vsk. 2020 2021 2022 2023
ÍSP 0 kr. 0 kr. 0 kr. 0 kr.
HHÍ 0 kr. 0 kr. 18,5 millj. kr. 0 kr.
Leiga á spilakössum utan vsk. 2020 2021 2022 2023
ÍSP 0 kr. 0 kr. 0 kr. 0 kr.
HHÍ 150,7 millj. kr. 193,1 millj. kr. 247,1 millj. kr. 292,3 millj. kr.

     3.      Af hvaða aðilum hafa spilakassar, annars vegar HHÍ og hins vegar Íslandsspila, verið keyptir eða leigðir þessi ár?
    HHÍ hefur verið í viðskiptum við IGT og Novomatic.
    ÍSP rekur spilakassa frá IGT, Light & Wonder og Zitro en engir nýir spilakassar hafa verið keyptir eða leigðir á árunum sem spurt er um.

     4.      Hversu oft hefur verið farið til útlanda á sölusýningar spilakassafyrirtækja á þessum árum, hver er heildarkostnaður vegna utanlandsferðanna, annars vegar HHÍ og Íslandsspila hins vegar, og hver hefur greitt þann kostnað?

Fjöldi ferða Heildarkostnaður Greiðandi
HHÍ 5 3,7 millj. kr. HHÍ
ÍSP 4 3,5 millj. kr. ÍSP

     5.      Hver voru heildarútgjöld fyrirtækjanna til umboðsaðila þar sem spilakassarnir eru starfræktir?
    Heildarútgjöld HHÍ til umboðsaðila voru um 2.118 millj. kr. á tímabilinu.
    Heildarútgjöld ÍSP til umboðsaðila voru um 682 millj. kr. á tímabilinu.

     6.      Hverjar voru heildarvinningsfjárhæðir hvors fyrirtækis hvert þessara ára og hve stór hluti var raunverulega greiddur út í peningum, af umboðsaðilum annars vegar, og af fyrirtækjunum sjálfum, HHÍ og Íslandsspilum, hins vegar?

HHÍ 2020 2021 2022 2023
Greitt af HHÍ 175 millj. kr. 258 millj. kr. 302 millj. kr. 552 millj. kr.
Greitt af umboðsaðilum 3.131 millj. kr. 4.166 millj. kr. 5.817 millj. kr. 6.595 millj. kr.
ÍSP 2020 2021 2022 2023
Greitt af ÍSP 36 millj. kr. 20 millj. kr. 16 millj. kr. 29 millj. kr.
Greitt af umboðsaðilum 1.586 millj. kr. 1.892 millj. kr. 2.302 millj. kr. 2.451 millj. kr.

     7.      Hver voru heildarframlög hvors fyrirtækis vegna nýrra leikja eða spilakassa þessi ár til:
                  a.      forvarna, og þá hvaða forvarnaverkefna, og hverjir fengu framlag,
                  b.      meðferða og þá hvaða meðferða, og hverjir fengu framlag,
                  c.      auglýsinga og markaðsmála, og á hvaða miðlum var auglýst?


HHÍ ÍSP
A. Til forvarna Samstarfsverkefni HHÍ og ÍSP, abyrgspilun.is, og fræðsla um ábyrga spilun fyrir starfsfólk. Framlög til rannsóknaraðila til fræðsluöflunar og ráðstefnuferða. Eftirlit óháðs aðila, KPMG, með fylgni HHÍ við staðal European Lotteries um ábyrga spilun. Framleiðsla á bæklingum og QR-kóða á spilakassa. Fræðslusíða fyrir rekstraraðila. Styrkur til rannsóknar um tíðni spilavanda á Íslandi. Styrkur til gerðar fræðslumyndbanda grunnskólanema. Samstarfsverkefni ÍSP og HHÍ, abyrgspilun.is, og tengt efni sem og fræðsla um ábyrga spilun fyrir starfsfólk. Styrkur til rannsóknar um tíðni spilavanda á Íslandi, SNSUS-ráðstefnu og fræðslumyndband fyrir ungmenni.
B. Til meðferða Meðferðarstarf SÁÁ, sálfræðiþjónusta og hjálparsími 1717. Meðferðarstarf SÁÁ og hjálparsími 1717.
C. Til auglýsinga og markaðsmála Engin. Engin.
Heildarframlag 65,5 millj. kr. 50,5 millj. kr.

     8.      Hversu margir spilakassar eru í rekstri annars vegar hjá HHÍ og hins vegar Íslandsspilum?
    HHÍ: 470.
    ÍSP: 337.


     9.      Hvar eru spilakassar staðsettir og hversu margir spilakassar eru í rekstri á hverjum stað fyrir sig?

HHÍ
Álfheimar 74 24 Bæjarhraun 26 4 Faxafen 12 9
Eiðistorg 15 6 Engihjalli 8 10 Hafnargata 19a 10
Flatahraun 5a 4 Grensásvegur 3 6 Hamraborg 20a 77
Hafnarstræti 20 42 Hamraborg 11 30 Höfðabakki 1 26
Kirkjuvegur 21 2 Hverafold 5 8 Laugavegur 78 22
Laugavegur 118 90 Kringlan 4–12 16 Lóuhólar 2–6 16
Reykjavíkurvegur 60 11 Lágmúli 5 6 Strandgata 25 14
Þverholt 2 4 Reykjavíkurvegur 64 33

ÍSP
Flottborg 2 Multi Market 1 Ungo 7
Icevape 1 Söluturninn Hraunbergi 4 Lukka 2
Kjötborg 1 Bitahöllin 6 Ís-Grill 7
Mónakó 17 Spennustöðin 9 Lucky Luke 10
Norðurlandia Paradís 2 Rauða ljónið 7 Þristurinn 7
Bláa sjoppan 2 Mini Market 1 Sjoppan, Ólafsvík 3
Vikivaki 1 Pólóborg 2 Hamraborg 6
Vikivaki 1 Publin 4 Sjoppan mín, Skagaströnd 1
Kringlukráin 7 Smári 28 Sjoppan mín, Ólafsfirði 1
Sportbarinn 16 Videomarkaðurinn 33 Sjoppan, Húsavík 1
Benzin Café 13 Snæland 3 Sjoppan mín, Fellabæ 1
Kúlan 10 Íslenski rokkbarinn 6 Djákninn 1
Ísgrill 23 Jolli 2 Kría 2
Skalli 5 Ölhúsið 7 Skálinn, Hveragerði 2
Þristurinn 13 Söluturninn Holtanesti 6 Söluskálinn Björkin 3
Álfurinn – sportbar 5 Spennustöðin 26 Lundinn 4
Mini Market 3 Ráin 7 Tvisturinn 5

     10.      Hversu hátt er vinningshlutfall spilakassanna annars vegar hjá HHÍ og hins vegar hjá Íslandsspilum? Útreikningar óskast sundurliðaðir.

HHÍ
Um 92% að meðaltali. Allir leikir í spilakössunum eru stilltir á vinningshlutfall í kringum 92%, að meðtöldum svonefndum gullpotti.
ÍSP 2020 2021 2022 2023
Kassar með hámarksvinning 20.000 kr. 91,7% 91,6% 91,6% 91,4%
Kassar með hámarksvinning 100.000 til 300.000 kr. 92,3% 91,9% 92,1% 92,0%

     11.      Hver bar ábyrgð á eftirfylgni með framkvæmd laga um spilakassa á árunum 2020– 2023?
    Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022, fer dómsmálaráðuneyti með mál er varða happdrætti. Samkvæmt lögum um happdrætti, nr. 38/2005, fer ráðuneytið með eftirlit með happdrættum þar sem spilað er um pening eða peningaígildi en eftirlit með öðrum happdrættum er í höndum sýslumanns. Um happdrættisvélar gilda lög um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973, og um söfnunarkassa lög um söfnunarkassa, nr. 73/1994, ásamt reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Árið 2007 var sýslumanninum á Hvolsvelli með bréfi falið að skipuleggja og framkvæma í umboði ráðherra tiltekið eftirlit með spilakössum í samvinnu við aðra sýslumenn og lögregluyfirvöld. Nánar tiltekið var sýslumanni falið að halda utan um eftirfarandi atriði: Að fram komi á spilakössum hver sé rekstraraðili þeirra. Að ganga úr skugga um að spilakassar beri raðnúmer (framleiðslunúmer). Að fram komi upplýsingar á spilakössum eða á spjaldi hjá þeim hvert ágóði af rekstri þeirra rennur. Að fylgst sé með því að þeir sem spila séu að lágmarki 18 ára gamlir en í reglugerðum beggja rekstraraðila er kveðið á um þennan lágmarksaldur. Að börn yngri en 18 ára geti ekki fengið greidda út vinninga. Að spilakassar séu aðeins þar sem heimilt er að reka þá. Að tryggilega sé gengið frá því að umsjónarmaður hafi virkt eftirlit með spilakössum. Verkefni þessi eru nú á hendi sýslumannsins á Suðurlandi.

     12.      Hverjar voru niðurstöður úttekta á þessum árum á þeim atriðum sem fylgjast skal með, eins og vinningshlutfalli?
    Ráðuneytið er í samskiptum við þau fyrirtæki sem starfrækja spilakassa, bæði reglubundið og eftir atvikum, og tekur á móti ýmsum upplýsingum frá þeim um starfsemina sem teknar eru til skoðunar. Þar á meðal eru ársskýrslur fyrirtækjanna. Á grundvelli þeirra gagna sem borist hafa eða aflað hefur verið hafa ekki verið gerðar athugasemdir við starfsemi fyrirtækjanna og upplýsingar benda til þess að vinningshlutfall sé í samræmi við lög og reglugerðir um spilakassa.
    Í mars 2021 kom þáverandi dómsmálaráðherra á fót starfshópi sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Ekki náðist samstaða innan starfshópsins en formaður hans skilaði ráðuneytinu skýrslu og sérálitum annarra fulltrúa í hópnum til ráðuneytisins í desember 2022. Ráðuneytið hefur skýrsluna og sérálitin til skoðunar.
    Ríkislögreglustjóri hefur annað hvert ár frá árinu 2019 gefið út áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í áhættumati er m.a. fjallað um spilakassa en veruleg hætta er á því að spilakassar séu nýttir til peningaþvættis. Ráðuneytið áformar að gera breytingar á tilteknum ákvæðum laga um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 73/1994, og lögum um söfnunarkassa, nr. 13/1973, til að bregðast við ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra.

     13.      Eru einhverjir af spilakössum HHÍ eða Íslandsspila með sjálfspilun (e. auto play)?
    Nei.